Allir viðskiptavinir verða að hafa náð 18 ára aldri !
Allir sem að versla nikótínpúða hjá okkur þurfa að skrá inn kennitöluna sína til að staðfesta aldur. Ef einstaklingur verður uppvís að því að kaupa vörur án þess að hafa til þess aldur eða segji ósatt til um aldur sinn verður atvikið tilkynnt foreldrum/forráðamönnum !
Eingöngu verður orðið við kröfu um endurgreiðslu að beiðni foreldra/forráðamanns !
Greiðslumáti
Debet og kreditkort. Allar kortagreiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd (áður Korta). Hægt er að greiða með Visa og Mastercard hvort sem það eru kreditkort eða debetkort. Viðskiptavinir fá svo senda staðfestingu með rakningarkóða sendingar þegar greiðsla hefur borist og við höfum afgreitt pöntunina frá okkur.
Pei er í boði fyrir þá sem vilja. Þar þarf að vera skráður notandi en einnig er hægt að nýskrá sig og nýta sér þeirra þjónustu. Viðskiptavinir fá svo senda staðfestingu með rakningarkóða sendingar þegar greiðsla hefur borist og við höfum afgreitt pöntunina frá okkur.
AUR er einnig í boði og þar geturu borgað með símanum. Viðskiptavinir fá svo senda staðfestingu með rakningarkóða sendingar þegar greiðsla hefur borist og við höfum afgreitt pöntunina frá okkur.
Öryggi
Það er öruggt að versla í netverslun Nicotine.is ! Við leggjum mikið uppúr öryggi og eru allar greiðsluleiðir sem að í boði eru vottaðar og öll samskipti dulkóðuð !
Hvergi eru geymdar neinar kortaupplýsingar og farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru þær ekki afhentar til þriðja aðila.
Afhending á vörum
Við sendum frá okkur pantanir daglega. Sumar pantanir getum við afhent samdægurs ef vissum skilyrðum er mætt en annars daginn eftir. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift með DROPP og Flytjanda og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þessara fyrirtækja.
Nicotine.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá okkur til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Skilaréttur
Vilji viðskiptavinur hætta við pöntun sem hann hefur þegar staðfest er best að senda okkur tölvupóst, senda okkur skilaboð í gegnum spjallið eða hafa samband í gegnum fyrirspurnarformið. Við getum þá bakfært pöntunina og endurgreitt hana að fullu. Við sendum vörur frá okkur daglega og því þarf slík tilkynning að koma sama dag og pöntun berst til okkar. Ef pöntun er farin í póst greiðir viðskiptavinur sendingarkostnaðinn kjósi hann að hætta við pöntunina. Ekki verður endurgreitt fyrr en varan hefur skilað sér til okkar.
Ef viðskiptavinur vill skila eða skipta vöru þarf að koma henni til okkar óopnaðri innan 5 daga frá afhendingu. Við endurgreiðum vöruna að fullu en viðskiptavinur greiðir sendingarkostnaðinn.
Ef viðskiptavinur fær ranga vöru afgreidda endurgreiðum við vöruna að fullu ásamt sendingarkostnaði eða sendum viðskiptavini rétta vöru eftir að vörunni hefur verið skilað óopnaðri til okkar.
Nákvæmni upplýsinga
Reynt er eftir bestu getu að hafa réttar upplýsingar og vörumyndir í netverslun. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun eða umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.
Skattar og gjöld
Öll uppgefin verð í netversluninni eru með 24% virðisaukaskatti og eru reikningar gefnir út með virðisaukaskatti. Öll uppgefin verð eru í íslenskum krónum (ISK).
Lög og varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Við fögnum öllum athugasemdum um þessa skilmála og erum alltaf til í að endurskoða stefnu okkar með því markmiði að veita sem besta þjónustu. Allar athugasemdir vegna skilmála Nicotine.is skal senda á nicotine@nicotine.is.
Um Nicotine.is
Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur. Nicotine.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum netverslunar er að ræða. Við áskiljum okkur rétt til að staðfesta pantanir símleiðis.
Nicotine.is áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum þessum án fyrirvara.